Quantcast
Viewing latest article 3
Browse Latest Browse All 12

Lakkríspiparkökur með lakkrísglassúr

Lakkrís, lakkrís, lakkrís. Vertu sæll, kæri vinur! Eins og þið sáuð kannski í lakkrísþemanu fyrir stuttu þá elska ég lakkrís og því fannst mér tilvalið að samtvinna mínar tvær stærstu ástríður á aðventunni – lakkrís og piparkökur.

Þessar eru alveg trylltar og skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum piparkökum. Þannig að ef að þið eigið eftir að skera út piparkökur þetta árið mæli ég tvímælalaust með þessum – algjörlega unaðsleg uppskrift.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.

Lakkríspiparkökur með lakkrísglassúr
Hráefni
Piparkökur
Aðferð
Piparkökur
  1. Setjið síróp, sykur, smjör, kanil, engifer, negul, múskat og lakkrísduft á pönnu og hitið yfir meðalhita þar til allt er bráðið saman. Hrærið í blöndunni stanslaust.
  2. Leyfið blöndunni að kólna og bætið síðan eggi, matarsóda og hveiti saman við.
  3. Hnoðið deigið vel saman og setjið það í plastfilmu inn í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
  4. Hitið ofninn í 175°C. Takið deigið úr ísskápnum og leyfið því að jafna sig aðeins. Fletjið það út og skerið út falleg mynstur.
  5. Raðið kökunum á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 6-10 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en glassúrinn er settur á.
Glassúr
  1. Blandið flórsykri og sírópi vel saman og skreytið síðan kökurnar.

The post Lakkríspiparkökur með lakkrísglassúr appeared first on Blaka.is.


Viewing latest article 3
Browse Latest Browse All 12

Trending Articles